Leið framsóknarmanna til leiðréttingar verðtryggðra lána virðist njóta mun meira fylgis en sem nemur kosningasigri flokksins.

Ef leið Framsóknarmanna til leiðréttingar verðtryggðra lána var það kosningamál þingkosninganna sem mestu réð um úrslit kosninganna, blasir við að stuðningur þjóðarinnar við  helsta málaflokk kosninganna var mun meiri en sem nemur kosningasigri Framsóknarmanna. Stór hluti atkvæða sem veitt voru flokkum sem náðu ekki manni á þing rann til flokka sem eiga mikla samleið með stefnu Framsóknarflokksins í málaflokknum. Viðbúið er einnig að aðrir kjósendur, sem kusu annan flokk en Framsóknarflokkinn og komu manni á þing, styðji einnig hugmyndir Framsóknarmanna um leiðir og viðbrögð við skuldavanda heimilanna.  Spurningin er, hvort flokkur sem vinnur kosningasigur með þeim hætti sem Framsóknarflokkurinn gerði fái stjórnarmyndunarumboðið  fyrstur flokka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband